
Kælivaggan
Í október 2014 færði Gleym mér ei styrkarfélag Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi kælivöggur fyrir andvana fædd börn og lagði fjöldi fólks málefninu lið. Minningarsjóður Magnúsar Brynjars Guðjónssonar gaf kælivögguna sem fór á FSA.
Englaforeldrar á Akranesi tóku þátt í söfnun fyrir kælivöggu sem gefin var á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Lín í kælivöggu
Landspítalinn gaf sérsaumað áklæði í kælivöggur á Landspítala, Akureyri og Akranes.
Lín Design gaf fallegan sængurfatnað í kælivöggur.