Aurum Skartgripir

Gleym-mér-ei skartgripalínan er hönnuð í samstarfi við Gleym-mér-ei styrktarsjóð sem hefur það að markmiði að styðja við foreldra sem misst hafa börn á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu.
Í skartgripalínunni endurspeglast ekki aðeins táknræn merking blómsins um að varðveita og hlúa að minningunni heldur eru form þess, sem sýna bæði styrkleika og dulúð, undirstrikuð. Blöðin eru formfögur og mynda sterkan hjúp utan um bláan kristalsteininn sem líta má á sem fyrirheit um líf sem aldrei varð um leið og hann undirstrikar mikilvægi þess að muna það sem raunverulega var og það sem hefði getað orðið.
Gleym-mér-ei er skartgripur hannaður í minningu allra þeirra barna sem eiga sér lífi í hjarta ástvina sinna.