Verkefni

Hér eru nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum tengdum missi á meðgöngu sem Gleym mér ei hefur komið að.

Gjafir

 

Þann 12. október 2015 færði Gleym mér ei styrktarfélag meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans 2 sjúkrarúm og 2 náttborð í samstarfi við nemendur við Háskólann í Reykjavík.

Duftreitur fyrir fóstur

Félagið hefur staðið að endurbótum á Duftreit fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði og hefur sú vinna staðið síðan árið 2013. Vinnu var lokið árið 2017. Hönnuður breytinganna er Kristín María Sigþórsdóttir.

Þann 3. mars 2017 færði Styrktarfélagið Gleym mér ei Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans að gjöf tvær fallegar bækur með myndum af duftreitnum fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði. Ljósmyndirnar tók Silja Rut Thorlacius sem einnig hannaði bókina.

Kælivöggur

Í október 2014 færði Gleym mér ei styrkarfélag Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi kælivöggur fyrir andvana fædd börn og lagði fjöldi fólks málefninu lið. Minningarsjóður Magnúsar Brynjars Guðjónssonar gaf kælivögguna sem fór á FSA.

Englaforeldrar á Akranesi tóku þátt í söfnun fyrir kælivöggu sem gefin var á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Lín í kælivöggu

Landspítalinn gaf sérsaumað áklæði í kælivöggur á Landspítala, Akureyri og Akranes.

Lín Design gaf fallegan sængurfatnað í kælivöggur.

Minningarkassi

 

Gleym mér ei gefur foreldrum sem missa börn á meðgöngu
minningarkassa til þess að taka með sér heim.