Gleymmér-ei_merki-03

Gleym-mér-ei er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Einnig sér Gleym-mér-ei styrktarfélag um að skipuleggja minningarathöfn sem haldin er ár hvert og er tileinkuð missi á meðgöngu og barnsmissi.

Hér má skoða facebook síðuna okkar.

The Forget-me-not charity is the Icelandic pregnancy loss and stillbirth charity. We operate throughout Iceland, supporting anyone affected by the death of a baby.

Reykjavíkur Maraþon Íslandsbanka fór fram 20. ágúst síðastliðinn.  Alls voru 12 þátttakendur sem hlupu til styrktar Gleym mér ei og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn – maraþonið er mikilvægur þáttur í fjáröflun okkar ár hvert og umræðan skiptir líka gríðarlegu máli. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu - þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning.  Umræðan sem fer í gang ár hvert er gríðarlega mikilvæg og allur fjárhagslegur stuðningur er innilega vel þeginn.

_____

Leið þín mjúkfætt lá í heiminn okkar.

Næstum hljóðlaust.

Þú varst aðeins augnablik,

en skildir spor þín eftir í hjörtum okkar.

Litlir fætur marka djúp spor.

(Norskt ljóð. Þýðing: Guðmundur Karl Brynjarsson).

—–

Ég man
gleðina, tilhlökkunina, væntumþykjuna, ógleðina,
hikstann þinn, spörkin og hælana.
Ég man líka höggið, þyngslin, máttleysið, örmögnunina og dofann.

Ég man
þegar þú komst loksins í fangið mitt,
ástina, fegurðina, söknuðinn, sorgina,
fallegu tærnar, mjúku kinnarnar og stóru hendurnar.

Ég man þig.
Þín mamma.

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

_____

Tárin

Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.

Ólöf frá Hlöðum

_____

Áhugaverðir tenglar

http://www.gefdulif.is/verkefni/baeklingur-um-andvana-faedingar
www.litlirenglar.is
www.gleymmérei-styrktarfélag.is
www.sorg.is
https://www.facebook.com/groups/studningshopur/